top of page

Skilmálar

1. Höfundarréttur

   1.1. Allur höfundaréttur að ljósmyndum er í eigu Eiríkur Ingi Photography.
   1.2. Um höfundarrétt ljósmyndara gilda höfundarréttarlög nr. 73/1972.
   1.3. Brot á höfundarrétti ljósmyndara og skilmálum þessum varða við höfundarréttarlög og áskilur ljósmyndari sér allan rétt vegna slíkra brota.
   1.4. Ljósmyndari áskilur sér rétt til þess að birta myndir úr tökum á vefsíðum sínum, nema um annað hafi verið samið.

 

2. Meðferð viðskiptavinar á ljósmyndum

   2.1. Prentun stærri en 13x18cm (stækkanir, framkallanir, strigar og þess háttar) skal fara í gegnum Eiríkur Ingi Photography. Þetta á líka við um ljósmyndabækur.
   2.2. Óheimilt er að nota myndirnar til auglýsinga eða annarrar birtingar án fyrirfram samþykkis ljósmyndara.

 

3. Meðhöndlun ljósmyndara á ljósmyndum

   3.1. Viðskiptavinur fær undir engum kringumstæðum afhentar allar þær ljósmyndir sem ljósmyndari tekur í viðkomandi myndatöku.
   3.2. Ljósmyndari varðveitir unnar myndir í 2 ár til öryggis fyrir viðskiptavin. Eftir það er varðveisla ljósmynda alfarið á ábyrgð viðskiptavinar.
   3.3. Ljósmyndari varðveitir óunnar myndir í hálft ár eftir tökudag, eftir þann tíma er ekki hægt að velja myndir og þeim eytt.

 

4. Greiðsla og afhending

   4.1. Greiðsla fyrir hverja myndatöku skal fara fram strax að myndatöku lokinni.
   4.2. Ljósmyndir úr myndatöku verða ekki afhentar nema öll greiðsla hafi borist.

bottom of page